Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa hringt 37.638 sinnum í konuna, þar af 30.281 sinni í einkasíma hennar. Þetta gerði hann á tímabilinu frá 1. júní 2024 til 7. janúar 2025 en þá var nálgunarbann sett á hann.
En nálgunarbannið breytti ekki miklu því á næstu tveimur vikum hringdi hann 999 sinnum í konuna. Þá var hann hnepptur í gæsluvarðhald og hefur setið í því síðan og mun nú hefja afplánun dómsins.
TV2 segir að maðurinn hafi haldið því fram fyrir dómi að hann og konan hafi átt í nánu sambandi sem hafi staðið yfir í marga mánuði eftir að hún hafði fyrst samband við lögregluna og bað um nálgunarbann.
Konan sagði hins vegar að þau hafi aldrei átt í sambandi, aðeins hafi verið um vináttu að ræða í upphafi sem hafi tekið óþægilega stefnu.