fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Pressan
Fimmtudaginn 28. ágúst 2025 03:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að vinátta karls og konu, sem hófst á vinnustaðnum, hafi tekið óvænta og vægast sagt óþægilega stefnu fyrir konuna. Málinu lauk síðan, vonandi, í vikunni þegar maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa ofsótt konuna í tvö ár.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa hringt 37.638 sinnum í konuna, þar af 30.281 sinni í einkasíma hennar. Þetta gerði hann á tímabilinu frá 1. júní 2024 til 7. janúar 2025 en þá var nálgunarbann sett á hann.

En nálgunarbannið breytti ekki miklu því á næstu tveimur vikum hringdi hann 999 sinnum í konuna. Þá var hann hnepptur í gæsluvarðhald og hefur setið í því síðan og mun nú hefja afplánun dómsins.

TV2 segir að maðurinn hafi haldið því fram fyrir dómi að hann og konan hafi átt í nánu sambandi sem hafi staðið yfir í marga mánuði eftir að hún hafði fyrst samband við lögregluna og bað um nálgunarbann.

Konan sagði hins vegar að þau hafi aldrei átt í sambandi, aðeins hafi verið um vináttu að ræða í upphafi sem hafi tekið óþægilega stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Algjörlega misheppnað sprengjutilræði í Stokkhólmi – Sprengdi sjálfan sig í loft upp

Algjörlega misheppnað sprengjutilræði í Stokkhólmi – Sprengdi sjálfan sig í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði í Hollandi – Hælisleitandi myrti 17 ára stúlku og nauðgaði konu skömmu áður

Mikil reiði í Hollandi – Hælisleitandi myrti 17 ára stúlku og nauðgaði konu skömmu áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina