fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 14:00

Marc fékk mikinn pening fyrir dósirnar. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænskur maður, Marc, að nafni sem heldur úti TikTok rás er gapandi hissa á hversu mikla peninga er hægt að fá fyrir flöskur og dósir á Íslandi. Hann greinir frá því hversu mikið hann fékk fyrir 486 dósir.

Marc heldur úti TikTok rásinni McFingers og sýndi fylgjendum sínum hvernig endurvinnslu dósa og flaska væri háttað hér á Íslandi. Marc, sem hefur búið á Íslandi í um tvo mánuði, er afar hrifinn af kerfinu.

„Sjáum hversu mikla peninga ég get fengið fyrir að endurvinna dósir á Íslandi,“ segir Marc í myndbandinu.

Gefur vel í aðra hönd

Fór hann með dósirnar sem hann hafði safnað frá því að hann flutti til landsins fyrr í sumar. „Ég hlýt að vera með í kringum 400 dósir,“ segir hann. Fjóra stóra smekkfulla plastpoka fulla af dósum af ýmsu tagi.

Þá keyrir hann á endurvinnslustöð og sýnir hvernig hann hellir dósunum í móttakarann þar sem þær fara með færibandi í gegnum teljara. Eftir örfáar mínútur klárast talningin og Marc fær upplýsingar um hversu margar dósir hann skilaði. Ágiskun hans reyndist vera aðeins undir réttri tölu.

@mcfingersNo me imagino esto en España 😅 💰♬ sonido original – MarcFingers

„Samkvæmt pappírsstrimlinum komu 486 dósir,“ segir Marc. Þetta gefur vel í aðra hönd. „Niðurstaðan er 74 evrur,“ segir hann í lok myndbandsins. En það eru um 10.600 krónur.

Mikil viðbrögð

Þó að þetta ferli virðist vera nokkuð venjulegt og sjálfsagt fyrir okkur þá kemur þetta mörgum útlendingum á óvart. Það er kerfi sem hvetur með svo jákvæðum hætti til endurvinnslu drykkjaríláta.

Það sést meðal annars á viðbrögðum sem Marc hefur fengið við myndbandinu. En á aðeins tveimur sólarhringum hafa um 500 manns skrifað athugasemdir við það og Marc sjálfur tekur þátt í umræðunum.

„Ég get ekki ímyndað mér svona kerfi á Spáni,“ segir hann og flestir taka undir það. „Þessar vélar koma aldrei til Spánar, það er ekki möguleiki.“

Góður hvati

Aðrir benda á að Ísland sé ekki eina landið sem geri þetta. Norðurlöndin séu fremst í flokki hvað þetta varðar.

„Þetta hefur verið gert í Danmörku í mörg ár líka og þetta er góð leið til að fá fólk til þess að sleppa því að henda dósum á götuna,“ segir einn netverji. „Það væri gott ef við hefðum sömu endurvinnslumenningu hér á Spáni svo að fólk myndi ekki henda flöskum og dósum í görðum eða út í vegkanta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum