fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 15:30

Bretar eru á meðal þeirra sem hætta að senda póst til Bandaríkjanna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póstsendingar til Bandaríkjanna vegna tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á. Óvissan er sögð vera allt of mikil.

Í síðustu viku var greint frá því að Pósturinn hætti að senda sendingar til Bandaríkjanna. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, sagði ekki hægt að setja 15 prósenta toll á allt vegna þess að ekki er hægt að vita hvaðan viðkomandi vara á uppruna sinn.

Íslenski Pósturinn er ekki einn um þetta. Pósturinn í Þýskalandi, Ítalíu, Danmörku og Svíþjóð hafa tilkynnt að sendingar verði ekki sendar til Bandaríkjanna. Frakkar og Austurríkismenn hyggjast loka fyrir sendingarnar á mánudag og Bretar á þriðjudag.

Þá hefur DHL í Evrópu tilkynnt að fyrirtækið muni ekki flytja pakka til Bandaríkjanna.

„Lykilspurningum er ósvarað, sérstaklega varðandi hvernig tollur verður rukkaður í framtíðinni, hvaða gögn þurfi að fylgja og hvernig þau eru send til Tolla og landamærastofnunar Bandaríkjanna,“ segir í tilkynningu DHL.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“