Í vikunni ræddu hjónin um hvað þau myndu gera ef hjónabandi þeirra myndi ljúka.
Kelly sagði að hún myndi ekki næla sér í yngri mann. „Ef við værum ekki saman, þá myndi ég vilja að næsti eiginmaður verði kominn hálfa leið í gröfina,“ sagði hún.
„Hann þarf að glíma við mikið getuleysi (e. erectile dysfunction) og eiga allavega 700 milljarða í bankanum.“
Mark hló að óskalista eiginkonunnar og deildi síðan hvað hann myndi gera.
„Ég myndi syrgja þig. Ég er að gera ráð fyrir því að þú hafir dáið, því af hverju annars ættirðu að fara frá mér?“ sagði hann.
„Ég held að það myndi einhver grípa mig og hjálpa mér í gegnum sorgarferlið. Ég myndi þurfa að venjast háskólastundaskrá hennar og svona.“
Kelly hló hátt að gríni eiginmannsins og sagði við áhorfendur að þau væru bara að hafa gaman, enda hamingjusamlega gift og engin endalok framundan.