Parið greindi frá gleðitíðindunum á Instagram í gær en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs eru nokkrar vikur síðan Travis fór á skeljarnar.
Þeim tókst að halda trúlofuninni leyndri, en sögðu fjölskyldum sínum frá. Heimildarmaður Page Six segir að það séu um tvær vikur síðan Taylor sagði já, ekki er vitað nákvæma dagsetningu.
View this post on Instagram
„Enskukennarinn ykkar og íþróttakennarinn ykkar eru að fara að giftast,“ skrifaði söngkonan með myndum af trúlofuninni á Instagram.
Taylor og Travis hafa verið saman síðan sumarið 2023.