fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin.

Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, kvikmyndagagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Þetta er í þriðja sinn Hlyni hlotnast þessi heiður. Kvikmyndir hans Hvítur, hvítur dagur og Volaða Land voru framlög Íslands árin 2020 og 2024.

Hlynur Pálmason.

Volaða Land náði þeim einstaka árangri að komast inn á stuttlista akademíunnar það árið.

Í umsögn dómnefndar um Ástina sem eftir er segir:

„Ástin sem eftir er heillar með sterkum og áreynslulausum leik og einfaldri en áhrifamikilli myndrænni frásögn. Hún dansar á milli félagslegs raunsæis og listræns myndverks á áreynslulausan og eðlilegan hátt og hrífur áhorfandann með sér frá fyrsta ramma. Samskipti og túlkun leikara eru svo raunveruleg að áhorfandinn upplifir sig nánast með rörsjá inn í líf alvöru fjölskyldu, fremur en í fyrirfram ákveðnum strúktúr og sviðsetningu. Kvikmyndatakan er óvenju falleg og fangar bæði árstíðir og daglegt líf í sjávarbyggðum með einhverjum fegurstu myndskeiðum sem sést hafa af togarasjómennsku. Tónn og myndmál eru frumleg, í fallegu samræmi við heildarsýn verksins, og útkoman verður sannkallað listaverk þar sem hver rammi er úthugsaður og heildin ljúfsár og hjartnæm frásögn sem snertir við sammannlegum tilfinningum. Ástin sem eftir er er fyrst og fremst óður til náttúrunnar, fjölskyldunnar og ástarinnar. Framúrskarandi á svo margan hátt, þar sem myndataka, klipping og hljóðmynd mynda heildstætt, marglaga kvikmyndaverk sem býr yfir sérstökum galdri – þar sem frásögnin liggur í myndmálinu. Oft einfaldar senur mynda stórkostlega heild þar sem leikarar fara á kostum á náttúrulegan og eðlilegan hátt. Höfundur sýnir hugrekki með áhættusamri frásögn sem eykur á sérstöðu verksins og dregur fram bæði styrkleika og áskoranir myndarinnar. Útkoman er falleg, einlæg og einstök kvikmynd sem á sannarlega erindi í hóp verðlaunaverka á heimsmælikvarða.“

Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 98. sinn sunnudaginn 15. mars 2026. Stuttlisti verður kynntur 16. desember áður en tilnefningar til verðlaunanna verða opinberaðar 22. janúar 2026.

Ástin sem eftir er var heimsfrumsýnd í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í vor og var nýlega tekin til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum. Hún fangar ár í lífi fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga fyrstu skrefin í átt að skilnaði. Á fjórum árstíðum fylgjumst við með hversdagslífi fjölskyldumeðlima í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla hið breytta samband þeirra.

Með helstu hlutverk fara Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Þorgils Hlynsson, Grímur Hlynsson, Ingvar Sigurðsson og Anders Mossling. Anton Máni Svansson, hjá STILL VIVD, framleiðir myndina ásamt Katrin Pors hjá danska framleiðslufyrirtækinu Snowglobe. Meðframleiðendur eru Mikkel Jersin og Eva Jakobsen hjá Snowglobe (Danmörku), Nima Yousefi hjá HOBAB (Svíþjóð), Didar Domehri hjá Maneki Films (Frakklandi), Anthony Muir og Kristina Börjeson hjá Film I Väst (Svíþjóð), Olivier Pere og Remi Burah hjá Arte France Cinema (Frakklandi).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum