fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 11:30

Rio Ngumoha fagnar marki sínu í gær. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rio Ngumoha skoraði sitt sögulega sigurmark fyrir Liverpool gegn Newcastle um gær, ættu stuðningsmenn bæði Chelsea og Manchester United að hafa fundið fyrir sársauka.

Því þótt hinn 16 ára gamli vængmaður hafi yfirgefið unglingastarf Chelsea til að ganga til liðs við Liverpool í fyrra, þá er hann fæddur í London og var mikill stuðningsmaður Manchester United sem barn. Hann eyddi jafnframt tíma hjá United áður en hann ákvað að velja Liverpool fyrir ári síðan.

Markið gegn Newcastle var ekki aðeins glæsilegt heldur gerði það Ngumoha að yngsta markaskorara í sögu Liverpool og fjórða yngsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann var aðeins 16 ára og 361 dags gamall, aðeins degi eldri en Wayne Rooney þegar hann vakti heimsathygli með frábæru marki gegn Arsenal í október 2002.

Getty Images

Stuðningsmenn Chelsea eru eðlilega sárir yfir því að hafa misst einn efnilegasta leikmann Englands til samkeppnisaðila og enginn meira en John Terry, goðsögn félagsins. „Hann er mjög metnaðarfullur strákur sem vildi komast í aðallið og taldi að leiðin þangað lægi í gegnum Liverpool. Ég er enn í sambandi við hann en hann er frábær leikmaður. Það verða alltaf einhverjir sem fara frá akademíunni, en stundum eru það leikmenn sem maður er virkilega svekktur að missa,“ sagði Terry.

Terry hefur síðustu ár starfað innan unglingastarfs Chelsea og þekkir Ngumoha vel.

Það sem gerir málið enn erfiðara fyrir stuðningsmenn Manchester United er að Ngumoha hefur opinberlega lýst yfir að hann hafi verið United-maður í æsku. Í vinsælu TikTok myndbandi frá Adidas, þar sem hann þurfti að velja á milli David Beckham og Jude Bellingham, sagði hann:

„Ég er United-maður. Ég horfði ekki mikið á Beckham en ég verð samt að velja hann,“ sagði Ngumoha þá.

Í júní í fyrra fór Ngumoha til United og æfði hjá félaginu sem reyndi að fá hann til félagsins en hann valdi Liverpool eftir að hafa hugsað málið vel.+

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn