Aftonbladet skýrir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi verið við það að fremja sprengjutilræði þegar hann sprengdi sig í loft upp. Vitni segjast hafa séð manninn kveikja á einhverju og síðan hafi orðið sprenging.
Lögreglan er að rannsaka málið og sagðist talsmaður hennar ekki vilja tjá sig um hvort atburðarásin hafi verið eins og blaðið lýsir henni eða einhver önnur.
Margir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins.