Ítalska sjónvarpskonan Diletta Leotta hefur varið fataval sitt eftir í afmæli dóttur sinnar eftir að hafa sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum.
Leotta, sem er andlit íþróttarásarinnar DAZN og maki Loris Karius, fyrrum markvarðar Liverpool og Newcastle, mætti í gegnsæjum bláum kjól í afmæli dóttur sinnar og vakti klæðnaðurinn mikla umræðu og furðu netverja.
Meira
Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum
Leotta segir mun meiri áherslu lagða á útlit kvenna en karla í sjónvarpi. Hún fari hins vegar í það sem hana langar til.
„Sem betur fer leggur DAZN áherslu á hæfileika en ekki útlit, sama hvort þú ert karl eða kona,“ segir Leotta, sem sjálf setur þó áherslu á útlitið.
„Ég legg mikið upp úr því að líta vel út því mér finnst það líka ákveðin virðing fyrir áhorfandanum. Ég held að það eigi samt við í fleiri störfum.
Við búum í heimi samfélagsmiðla sem inniheldur ljót ummæli. Það versta er að fólkið sem skrifar svona vill svo gjarnan fá mynd með sér þegar það sér þig.“