fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum af því að ég hef aldrei heyrt áður að það væri ein­hver köll­un eft­ir þess­ari fjár­veit­ingu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Rósa segir að það hafi komið henni á óvart um helgina að lesa í fjölmiðlum um tveggja milljarða króna framlag ríkisstjórnarinnar vegna nýrrar viðbyggingar við Þjóðleikhúsið.

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, greindi frá þessu í ávarpi þegar Menningarnótt var sett á laugardag. Stefnt er að því að byggingin verði 2.000 til 3.000 fermetrar að stærð og að hún verði tekin í notkun árið 2030, eða þegar Þjóðleikhúsið fagnar 80 ára afmæli.

„Ég las um þetta fyrst á mbl.is og hafði aldrei heyrt áður að Þjóðleik­húsið þyrfti að stækka við sig. Þannig að það kom mér á óvart. Með fullri virðingu fyr­ir þeirri góðu menn­ing­ar­stofn­un þá finnst mér þetta skjóta dá­lítið skökku við á þess­um tíma,“ seg­ir Rósa í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Rósa bendir á að forsætisráðherra hafi talað um mikilvægi þess að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Hún tekur fram að hún sé ekki á móti öflugu menningarlífi en það þurfi að forgangsraða. Veltir hún fyrir sér hvaða skilaboð sé verið að senda til landsbyggðarinnar.

„Ég veit ekki hvað fólki á lands­byggðinni finnst um að hærri veiðigjöld, sem rök­studd voru með lof­orðum um bætt­ar sam­göng­ur, séu nú, að því er virðist, notuð í Þjóðleik­húsið. Þetta eru skrít­in skila­boð til lands­byggðar­inn­ar,“ segir Rósa við Morgunblaðið í dag þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Í gær

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“