Útlit er fyrir að Nicolas Jackson verði ekki leikmaður Aston Villa í vetur en félagið hefur sýnt framherjanum áhuga.
Jackson er á mála hjá Chelsea en enska félagið vill fá um 70 milljónir punda fyrir sóknarmanninn í sumar.
Villa hefur gert sér vonir um að semja við Jackson en samkvæmt enskum miðlum þá verður líklega ekkert úr því.
Ástæðan er að risafélag hefur sett sig í samband við Chelsea og vill fá Jackson en það félag er ekki nafngreint.
Tottenham og Bayern Munchen hafa einnig verið orðuð við leikmanninn sem og Newcastle.
Villa var talinn líklegasti áfangastaður Jackson en miðað við þessar fréttir er stórlið að undirbúa tilboð í senegalska landsliðsmanninn.