fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Fókus
Föstudaginn 22. ágúst 2025 12:30

Mynd/Getty Images/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi tennisstjarnan Serena Williams, 43 ára, opnar sig um ákvörðun sína að byrja á GLP 1 þyngdarstjórnunarlyfi.

GLP-1 er náttúrulegt hormón sem losnar úr þörmunum eftir máltíðir og hefur margvísleg áhrif á stjórnun glúkósa og matarlystina. Meðal lyfja sem falla undir þennan flokk eru Ozempic, Mounjaro og Wegovy.

Williams er í samstarfi við Ro, sem er stafrænt heilsufyrirtæki sem býður meðal annars upp á GLP-1 lyfjameðferðir fyrir þyngdartap.

Á vefsíðu Ro má sjá myndir af Serenu Williams og kemur fram að hún hefur misst 14 kíló á átta mánuðum.

Williams var gestur í morgunþættinum Today í gær og ræddi um upplifun sína af lyfinu.

Íþróttakonan sagði að hún hafi átt erfitt með að halda sér í „heilbrigðri“ þyngd eftir að hafa eignast dætur sínar, Olympiu, árið 2017, og Adiru, árið 2023.

„Ég bókstaflega reyndi allt. Hlaupa, ganga, hjóla, stigavélin, nefndu það, ég prófaði það,“ sagði hún og bætti við að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun, henni fannst eins og hún væri að svindla og fara styttri leið. „En þetta er það ekki.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ro (@ro.co)

Serena Williams lagði spaðann á hilluna árið 2022. Hún giftist Alexis Ohanian árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“