GLP-1 er náttúrulegt hormón sem losnar úr þörmunum eftir máltíðir og hefur margvísleg áhrif á stjórnun glúkósa og matarlystina. Meðal lyfja sem falla undir þennan flokk eru Ozempic, Mounjaro og Wegovy.
Williams er í samstarfi við Ro, sem er stafrænt heilsufyrirtæki sem býður meðal annars upp á GLP-1 lyfjameðferðir fyrir þyngdartap.
Á vefsíðu Ro má sjá myndir af Serenu Williams og kemur fram að hún hefur misst 14 kíló á átta mánuðum.
Williams var gestur í morgunþættinum Today í gær og ræddi um upplifun sína af lyfinu.
Íþróttakonan sagði að hún hafi átt erfitt með að halda sér í „heilbrigðri“ þyngd eftir að hafa eignast dætur sínar, Olympiu, árið 2017, og Adiru, árið 2023.
„Ég bókstaflega reyndi allt. Hlaupa, ganga, hjóla, stigavélin, nefndu það, ég prófaði það,“ sagði hún og bætti við að þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun, henni fannst eins og hún væri að svindla og fara styttri leið. „En þetta er það ekki.“
View this post on Instagram
Serena Williams lagði spaðann á hilluna árið 2022. Hún giftist Alexis Ohanian árið 2017.