fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 22. ágúst 2025 10:30

Aaron Phypers og Denise Richards. Mynd/Getty Images/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Denise Richards rýfur þögnina um skilnað hennar og Aaron Phypers.

Hún birti myndband á Instagram þar sem hún ávarpaði fylgjendur sína.

„Hæ allir saman, ég vildi bara heyra aðeins í ykkur hvernig sumarið ykkar hefur verið. Mitt er búið að vera frábært,“ sagði hún kaldhæðnislega og bætti svo við: „Það hefur reyndar verið ömurlegt. En ég ætla að láta eins og það sé allt í góðu.“

Richards sagði að hún hefur verið að ganga í gegnum „mjög erfitt tímabil.“

„Það er svo erfitt að ganga í gegnum skilnað. Þetta er ekki minn fyrsti,“ sagði hún. Hún var áður gift leikaranum Charlie Sheen frá 2002 til 2006.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi skilja aftur,“ sagði hún. „Það er ýmislegt í kringum skilnaðinn sem er erfitt að tala um, en ég mun tala um það þegar það er rétti tíminn.“

Sjá einnig: Hafði þetta að segja um hjónabandið fjórum mánuðum áður en eiginmaðurinn sótti um skilnað

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Denise Richards (@deniserichards)

Stormasamur skilnaður

Richards og Phypers giftu sig í september árið 2018. Phypers sótti um skilnað í byrjun júlí. Í skilnaðarbeiðni sinni dagsettri 4. júlí tilgreinir hann óleysanlegan ágreining sem ástæðu fyrir skilnaðinum. Hann fór einnig fram á framfærslu frá Richards.

Sjá einnig: Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Þann 16. júlí fékk Richards tímabundið nálgunarbann á Phypers. Í dómsskjölum sem hún lagði fram lýsti hún nokkrum meintum ofbeldisfullum atvikum.

„Í gegnum allt samband okkar kyrkti Aaron mig oft harkalega, kreisti höfuðið á mér harkalega með báðum höndum, kreisti handleggina á mér fast, lamdi mig harkalega í andlitið og höfuðið og lamdi höfðinu á mér harkalega í handklæðahengið á baðherberginu,“ skrifaði hún í skjölunum.

Richards segir Phypers hafa veitt sér þessa áverka árið 2022.

Neitar ásökunum

Phypers neitaði að hafa nokkurn tíma beitt Richards ofbeldi.

„Leyfið mér að vera alveg skýr: Ég hef aldrei beitt Denise, eða neinn annan, líkamlegu eða tilfinningalegu ofbeldi. Þessar ásakanir eru algjörlega rangar og djúpt særandi. Denise og ég, eins og mörg pör, höfum staðið frammi fyrir okkar skerf af áskorunum, en allar ábendingar um ofbeldi eru algerlega ósannar. Ég hef alltaf reynt að nálgast hjónaband okkar með kærleika, þolinmæði og virðingu,“ sagði hann í yfirlýsingu til People.

Sjá einnig: Hafnar öllum ásökunum um ofbeldi

Sakar Richards um framhjáhald

Phypers fullyrti í viðtali við TMZ þann 20. júlí að Richards hafi haldið framhjá honum. Hann sagðist hafa uppgötvað framhjáhaldið snemma árs 2025. Sagðist hann hafa fundið skilaboð milli Richards og meints elskhuga hennar á fartölvu hennar. Í skilaboðunum voru áform þeirra um að hittast á hóteli og að Richards hefði sagt manninum að hún myndi lauma honum inn á herbergi sitt. Phypers fullyrti að þegar hann hefði rætt við Richards um meint framhjáhald hennar hefðu þau að ákveðið að halda hjónabandinu áfram. En eftir harkalegt rifrildi þann 4. júlí hafi hann ákveðið að sækja um skilnað.

Sjá einnig: Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“