fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 14:00

Magnús Scheving, eigandi Latabæjar, og Gunnar Zoëga, forstjóri OK. Mynd: Bent Marinósson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Latibær (LazyTown) hefur valið tæknifyrirtækið OK til þess að annast hýsingu og rekstur á stafrænum eignum félagsins. OK mun einnig styðja við flutning gagna og annarra stafrænna eigna til Íslands frá Bretlandi, þar sem gögnin höfðu verið hýst áður. Kemur þetta fram í tilkynningu.

LZT Holding fjárfestingafélag er í eigu Magnúsar Scheving og fjárfesta, sem keyptu Latabæ á síðasta ári.

„Mikil menningarverðmæti felast í efninu og því mikilvægt að koma þeim í örugga höfn. Stefnan er að nýta efnið í vegferð Latabæjar í að hlúa að heilsu og hreyfingu barna. Ég treysti OK fullkomlega að halda utan um og varðveita þessi mikilvægu gögn og sögu Latabæjar,“ segir Magnús Scheving.

Latibær er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Í yfir 30 ár hafa börn og for­eldr­ar í 170 lönd­um fylgst með Lata­bæ. Þætt­irn­ir hafa hlotið fjölda til­nefn­inga og meðal ann­ars unnið hin virtu BAFTA-sjón­varps­verðlaun. 

„Við hjá OK erum stolt af því að njóta traust eigenda Latabæjar til að hýsa og varðveita þessa arfleifð. Við munum áfram vinna að lausnum sem styðja við frekari gagnanýtingu og styrkja útbreiðslu Latabæjar á heimsvísu,“ segir Gunnar Zoëga, forstjóri OK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“