Við heyrðum í henni og fengum að forvitnast aðeins um máltíðina, eins og hversu mörg egg notar hún?
„Alltaf tvö egg, það er fullkomið í magann á mér. Ég þarf alltaf að passa hvernig matur fer í mig þar sem ég er greind með magasjúkdóm og það er mismunandi hvernig bæði matur og magn fer í mig,“ segir Lína Birgitta.
Eitthvað meira en bara egg?
„Nóg af sjávarsalti og smá af rifnum osti. Af og til set ég kotasælu með í eggjablönduna til þess að auka próteinið (það er gott hax),“ segir hún.
Eitthvað trix við að gera ommilettu?
„Steikja hana upp úr alvöru smjöri og vera þolinmóður við pönnuna,“ segir Lína Birgitta.
Þegar kemur að grísku jógúrtinni vill Lína hafa hana hreina og lífræna.
„Mín allra uppáhalds er lífræna gríska jógúrtin frá Bíóbú. Ég elska þá hreinu, fannst smá skrítið að borða alveg hreina til að byrja með en í dag vil ég bara hreina (ekki með bragði),“ segir hún.
Hún setur yfirleitt bláber út í en stundum dökkt súkkulaði saxað niður.
„Ég mæli líka með að blanda góðu próteindufti við gríska jógúrt ef þú vilt auka prótein magnið þitt, ég geri það reglulega. En með því að blanda próteindufti við gríska færðu meira prótein og þú finnur minna fyrir sykurlöngun yfir daginn, ég finn það allavegana hjá mér,“ segir hún.
Hvað er langt síðan þú byrjaðir að borða þetta og af hverju alltaf þetta?
„Ég hef alltaf elskað egg og hvað þá ommilettu. Mér finnst það bæði gott og mér líður vel af eggjum. Það er komið yfir ár þar sem ég borða það sama alla morgna. Ástæðan er mjög einföld, ég vil góða næringu og vil byrja daginn minn vel. Þetta tekur lítinn tíma og er ekkert mál þegar þetta er komið í vana!“
Lína Birgitta greindist árið 2013 með Crohns sjúkdóm og ræddi um veikindin í Fókus í fyrra.