fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 13:28

Lína Birgitta. Mynd/Arnór Trausti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurkonan Lína Birgitta Sigurðardóttir, eigandi íþróttavörumerkisins Define The Line, borðar alltaf það sama í morgunmat. Ommilettu og gríska jógúrt.

Við heyrðum í henni og fengum að forvitnast aðeins um máltíðina, eins og hversu mörg egg notar hún?

„Alltaf tvö egg, það er fullkomið í magann á mér. Ég þarf alltaf að passa hvernig matur fer í mig þar sem ég er greind með magasjúkdóm og það er mismunandi hvernig bæði matur og magn fer í mig,“ segir Lína Birgitta.

Eitthvað meira en bara egg?

„Nóg af sjávarsalti og smá af rifnum osti. Af og til set ég kotasælu með í eggjablönduna til þess að auka próteinið (það er gott hax),“ segir hún.

Eitthvað trix við að gera ommilettu?

„Steikja hana upp úr alvöru smjöri og vera þolinmóður við pönnuna,“ segir Lína Birgitta.

Lína Birgitta er dugleg að deila alls konar skemmtilegu á Instagram. @Linabirgittasig

„Ástæðan er mjög einföld“

Þegar kemur að grísku jógúrtinni vill Lína hafa hana hreina og lífræna.

„Mín allra uppáhalds er lífræna gríska jógúrtin frá Bíóbú. Ég elska þá hreinu, fannst smá skrítið að borða alveg hreina til að byrja með en í dag vil ég bara hreina (ekki með bragði),“ segir hún.

Hún setur yfirleitt bláber út í en stundum dökkt súkkulaði saxað niður.

„Ég mæli líka með að blanda góðu próteindufti við gríska jógúrt ef þú vilt auka prótein magnið þitt, ég geri það reglulega. En með því að blanda próteindufti við gríska færðu meira prótein og þú finnur minna fyrir sykurlöngun yfir daginn, ég finn það allavegana hjá mér,“ segir hún.

Hvað er langt síðan þú byrjaðir að borða þetta og af hverju alltaf þetta?

„Ég hef alltaf elskað egg og hvað þá ommilettu. Mér finnst það bæði gott og mér líður vel af eggjum. Það er komið yfir ár þar sem ég borða það sama alla morgna. Ástæðan er mjög einföld, ég vil góða næringu og vil byrja daginn minn vel. Þetta tekur lítinn tíma og er ekkert mál þegar þetta er komið í vana!“

Lína Birgitta greindist árið 2013 með Crohns sjúkdóm og ræddi um veikindin í Fókus í fyrra.

Sjá einnig: Leitaði margoft til læknis frá sex ára aldri vegna kviðverkja en alltaf vitlaust greind – „Þetta var viðbjóðslegur tími“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiga von á þriðja barninu

Eiga von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR

Metþátttaka á Stóra Kjörísdeginum – Yfir 20 þúsund gestir nutu ís, tónlistar og skemmtiatriða MYNDIR