fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 16:26

Frá Vínbúð. ÁTVR kærði þrjá aðila fyrir áfengissölu á netinu fyrir fimm árum. Rannsókn lögreglu hefur staðið yfir síðan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á meintum brotum þriggja aðila vegna netsölu áfengis hefur staðið yfir í fimm ár en í prentútgáfu Viðskiptablaðsins segir að von sá á ákærum í málinu.

Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisnetverslunarinnar Santos, staðfestir í samtali við RÚV að ákæra sé yfirvofandi. Hann segir við RÚV að félaginu hafi ekki verið birt ákæra en lögreglumaður hafi tilkynnt honum að það standi til.

Ekki liggur fyrir hvort netverslunin sjálf verður ákærð, en hún er skráð í Frakklandi, eða íslenska félagið sem afhendir áfengið.

Hagkaup hóf áfengisnetsölu í fyrra en framkvæmdastjóri Hagkaups, Sigurður Reynaldsson, segir í samtali við Viðskiptablaðið að lögregla hafi ekki rætt við Hagkaup um málið. Rekstur netverslunar Hagkaups með áfengi er í Hollandi. Sigurður lýsir yfir furðu sinni á fyrirætlunum um aðgerðir gegn þessari starfsemi:

„Staðreyndin er sú að þetta eru gömul lög sem byggja á gömlum grunni en heimurinn er búinn að breytast mjög mikið. Lögin voru líka öll samin áður en Internetið var til og við erum á mjög skrýtnum stað að ætla að stöðva þetta.“

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju Vínbúðarinnar, segir í samtali við DV að hann taki heilshugar undir þessi orð framkvæmdastjóra Hagkaupa, að lögin byggi á úreltum grunni. Sverrir Einar segist aðspurður ekki hafa haft neitt veður af yfirvofandi ákærum vegna netsölu áfengis. Tekið skal fram að hvorki Hagkaup né Nýja Vínbúðin eru á meðal þeirra aðila sem ÁTVR kærði um árið, enda hafði hvorugur aðilinn hafið netsölu áfengis á þeim tíma. Ekki liggur fyrir hvort rannsókn lögreglu tekur eingöngu til hina kærðu söluaðila eða hvort aðrir koma þar við sögu.

„Ég hef ekki fengið neinar tilkynningar eða upplýsingar um að ákæra sé yfirvofandi í mínu máli og hef því engar áhyggjur af því. Við byrjuðum okkar starfsemi síðar en þeir sem nú eru til rannsóknar. Ég tek hins vegar heilshugar undir sjónarmið forstjóra Hagkaupa um að núverandi löggjöf er úrelt og endurspeglar ekki þann raunveruleika sem internetviðskipti búa við í dag,“ segir Sverrir Einar.

Rannsókn lögreglu hófst í kjölfar kæru ÁTVR á hendur þremur aðilum fyrir netsölu áfengis. Það var fyrir fimm árum og rannsóknin hefur staðið yfir síðan. Í lok maí árið 2024 sendi Ríkissaksóknari lögreglunni bréf þar sem krafist var skýringa á hægum framgangi málsins. Var lagt fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu kærumálanna og setja fram áætlun um meðferð þeirra. Ríkissaksóknari krafðist svara innan vikutíma, sem er óvenjulegt.

Sjá einnig: Lögreglurannsókn á lokastigi á sama tíma og Hagkaup boðar áfengissölu í Skeifunni

Lögregla svaraði bréfi Ríkissaksóknara fimm dögum of seint og baðst afsökunar á töfinni. Jafnframt er greint frá því í þessu svari, sem dagsett er 10. júní 2024, að rannsókninni sé við það að ljúka en beðið sé greinargerða frá annars vegar tolllgæslusviði Skattsins og hins vegar rannsóknarsviði Skattsins. Segir að þær greinargerðir muni berast rannsóknardeilidnni á næstu dögum (þ.e. um miðjan júní síðastliðinn).

Heilt ár er liðið frá þessum vendingum en nú berast fréttir af því ákærur séu yfirvofandi.

Fréttinni hefur verið breytt á þann veg að bætt var við ummælum eiganda Nýju Vínbúðarinnar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“

Bubbi ánægður með hraðbankaræningjana – „Fallegt andsvar“
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“