fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Selfyssing af erlendum uppruna fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrot og fyrir peningaþvætti. Maðurinn er tæplega 52 ára gamall.

Ákært er vegna atvika í Reykjavík sunnudaginn 24. mars 2024. Fyrir utan Hótel Frón á Laugavegi reyndi ákærði að taka við rétt tæpu kílói af kókaíni, þegar hann tók við farangurstösku af konu. Taldi hann að umrædd fíkniefni væru í töskunni en lögregla hafði áður lagt hald á efnin og fjarlægt þau úr farangurstöskunni. Efnin voru falin í niðursuðudósum en konan kom með flugi frá Varsjá í Póllandi.

Við húsleit hjá manninum fundust 1.740.000 krónur í reiðufé sem lagt var hald á. Vegna þeirra peninga er maðurinn ákærður fyrir peningaþvætti, en hann er sagður hafa á rúmlega árs tímabili aflað sér ávinnings af sölu og dreifingu fíkniefna, sem og af öðrum refsiverðum brotum, fyrir þessa upphæð.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Suðurlands þann 28. ágúst næstkomandi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði

Þórhallur deilir nýju verkefni með barnslegri gleði