fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

„Ríkisrekin ritskoðun“ – Mörg hundruð bækur fjarlægðar úr skólum

Pressan
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 18:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný alda bókabanna hefur skollið á fræðsluumdæmum í Flórída að undanförnu og hafa mörg hundruð titlar verið fjarlægðir úr hillum skólastofa og skólabókasafna nú í upphafi skólaársins.

Repúblikanar fara með völdin í ríkinu og þeir láta nú heldur betur til sín taka við að láta fjarlægja bækur sem eru þeim ekki að skapi. Flórída er það ríki Bandaríkjanna þar sem flestir bókartitlar hafa verið bannaðir það sem af er ári.

Og yfirvöld í ríkinu virðist ekki ætla að slaka neitt á í ritskoðuninni. William Johnson, forstjóri PEN America í Flórída, sagði í samtali við the Guardian að hér sé um hugmyndafræðilega baráttu að ræða þar sem markmiðið sé að útrýma öllu er varðar málefni samkynhneigðra og hinsegin fólks sem og að gera út af við opna umræðu um kynlíf. Þetta sé gert með að fjarlægja bækur úr bókasöfnum. „Ef ritskoðunin heldur áfram að breiðast út, mun þögn ekki bjarga okkur. Flórídabúar verða að láta heyra í sér núna,“ sagði hann.

Bókabönn hafa færst í aukana í Bandaríkjunum síðan 2021 og þessi nýja bylgja í Flórída er tilkomin vegna aukins þrýstings frá fræðslunefnd ríkisins.

Nefndin gaf fræðsluumdæminu Hillsborough county harðorða aðvörun í maí og sagði að ef „klámfengnir“ titlar yrðu ekki fjarlægðir af skólabókasafninu, myndi nefndin fara lagalegu leiðina gegn skólanum. Rúmlega 600 bókartitlar voru fjarlægðir af safninu í kjölfarið. Meðal bókanna sem voru fjarlægðar er Dagbók Önnu Frank.

PEN segir ritskoðun nefndarinnar á lesefni í Hillsborough county vera „ríkisrekna ritskoðun“ og segir að með þessu sé verið að treysta völd með óttastjórnun, með því að hunsa lagaleg fordæmi og þagga niður í ýmsum röddum í almenningsskólum í Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti

Tekinn með 12 kg af gulli í tollinum – Grunaður um peningaþvætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað