fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 10:14

Rottan sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Bjarney Ólafsdóttir og sambýlismaður hennar vöknuðu upp við vondan draum í nótt þegar rotta var komin upp í rúm þeirra. Sara er búsett við Selvogsgrunn í Reykjavík.

Hún deildi frásögn sinni í íbúahóp Laugarneshverfis á Facebook í morgun þar sem hún sagði:

„Góðan daginn kæru nágrannar! Við fengum afar óvelkominn gest í nótt! Maðurinn minn vaknaði við stærðarinnar rottu sem var komin upp í rúm til okkar!!! Maðurinn minn vakti mig og bað mig um að halda ró minni og fara fram með börnin strax! Hann fór svo inn og kláraði málið.” 

Sara segist ekki vita hvernig rottan komst inn eða hvenær. Kveðst hún hafa haft samband við borgina sem hafi ætlað að senda meindýraeyði á vettvang til að fjarlægja rottuna.

„Ég er í andlegu áfalli,” segir Sara í samtali við DV en bætir við að sambýlismaður hennar, John, sé rólegur yfir þessu og hafi brugðist við af yfirvegun. „Hann er ekki hræddur við svona,“ segir hún. Tókst honum að drepa rottuna með brettinu sem sést á meðfylgjandi mynd.

Færsla Söru hefur vakið talsverða athygli í hópnum og eru sumir fullir aðdáunar yfir því hversu róleg þau eru. „Jesús minn, ég væri nú ekki til frásagnar eftir svona reynslu,“ segir í einni athugasemd. Þá veltir einn því upp hvort rottan tengist framkvæmdum sem standa yfir skammt frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“