fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fókus

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Fókus
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 09:19

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á klippingu og litun hefur vakið hörð viðbrögð í vinsæla Facebook-hópnum Vertu á verði – Eftirlit með verðlagi.

Ein kona leitaði til meðlima til að spyrja hvort þeim þætti hún hafa borgað of mikið.

„Er bara eðlilegt að borga 44.000 krónur fyrir klippingu (ekki ný lína eða neitt, bara laga enda) litun í rót, og strípur?“

Yfir 200 manns hafa brugðist við færslunni og um 140 athugasemdir hafa verið ritaðar þegar fréttin er skrifuð.

Margir voru mjög hissa á verðinu og fannst þetta of dýrt. En svo bentu sumir konunni á að best sé að skoða verðskrá eða spyrja viðkomandi svo maður viti hvað maður sé að fara að borga.

„Nei. Borgaði 35 þúsund fyrir svipað um daginn. Fer aldrei aftur á þá stofu. Er ennþá í sjokki,“ sagði ein.

„Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt,“ sagði annar.

„Eitthvað bogið við þetta,“ sagði einn og annar tók undir: „Nei alls ekki. Þvílíkt okur!“

„Ég myndi spyrja um verð áður en ég léti framkvæma, þá veistu hvað þú þarft að borga,“ sagði einn. Einnig er hægt að skoða verðskrá áður en er pantað tíma.

„Tala með rassgatinu“

Aðrir sögðu verðið í takt við vinnuna, það þurfi að gera ráð fyrir efniskostnaði, húsnæðiskostnaði og öðrum launatengdum gjöldum, og að fólk kippi sér ekki upp við að borga sömu upphæð fyrir aðra iðnaðarþjónustu, eins og pípara, en þegar kemur að hárgreiðslufólki sé sagan önnur.

„Ég er með sítt hár og fæ mér strípur og klippingu og borga um 35 þúsund krónur fyrir (er oftast í sirka þrjár klukkustundir en hef verið lengur) og finnst það bara allt í lagi verð. Efnin sem eru notuð eru dýr og tíminn sem fer í mitt hár er langur. Ég hef fengið pípara heim til mín sem var í minna en 15 mínútur að laga og það kostaði 32 þúsund krónur,“ sagði ein.

Annar tók í sama streng og sagði:

„Hvað vildurðu borga?

Þú ert að greiða fyrir vinnu, efniskostnað. Tala allir um okur hér eins og vanalega. En tala með rassgatinu.

Hárgreiðslunám er 3 ára iðnnám. Lögverndað.

Yfirleitt er fólk […] að leigja stólinn. Þarf borga vask, efniskostnað, áhöld, slitna mjög fljótt og eru ekki ódýr. Svo á viðkomandi eftir greiða sér laun og greiða launatengd gjöld.“

Ljóst er að fólk skiptist í fylkingar þegar kemur að verðlagningu á hárgreiðslustofum en af þeim sem skrifuðu við færsluna fannst meirihlutanum þetta of dýrt. „Rán um hábjartan dag,“ sagði einn meðlimur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
Fókus
Fyrir 1 viku

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“