Leeds byrjar endurkomu sína í ensku úrvalsdeildina vel en liðið vann 1-0 sigur á Everton á Elland Road í kvöld.
Leeds hafði nokkuð mikla yfirburði gegn Everton úti á vellinum en markið lét standa á sér.
Vítaspyrna var hins vegar dæmd á 84 mínútu, dæmt var á að James Tarkowski hefði fengið boltann í höndina en dómurinn var ansi harður.
Lukas Nmecha steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi og sanngjarn sigur heimamanna staðreynd.
Leeds var meira með boltann í leiknum og skapaði sér miklu fleiri færi en gestirnir.