fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Rekinn eftir samlokuárás

Pressan
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 07:30

Grilluð samloka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins var rekinn úr starfi í síðustu viku eftir að hann kastaði að sögn samloku í lögreglumann í Washington D.C.

Pam Bondi, dómsmálaráðherra, skýrði frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X og skrifaði: „Ég var að fá tilkynningu um að hinn grunaði hafi starfað í dómsmálaráðuneytinu, það gerir hann ekki lengur.“

Hún sagði einnig að viðkomandi hafi ekki bara verið rekinn úr starfi, einnig sé verið að rannsaka hvort hann hafi gerst sekur um ofbeldisverk.

Hinn brottrekni heitir Sean Dunn og er 37 ára. Hann starfaði í refsiréttardeild ráðuneytisins.

Handtaka Dunn og ásakanirnar í hans garð hafa vakið mikla athygli af því að Donald Trump hefur fjölgað lögreglumönnum mjög mikið í Washington D.C. og sent þjóðvarðliða þangað. Ástæðan er að Trump telur að glæpatíðnin í höfuðborginni sé komin út yfir öll velsæmismörk en þar hefur hann nú ekki rétt fyrir (eins og svo oft áður) því glæpum hefur fækkað mikið í borginni á síðustu árum.

Dunn er sagður hafa gengið að landamæraverði, sem var við störf í borginni, og hafi kallað hann fasista og öskrað: „Ég vil ekki hafa ykkur í borginni minni“ og síðan hafi hann kastað samlokunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Í gær

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Í gær

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Í gær

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök