Þetta gerðist fyrir rúmlega tíu árum síðan í eftirpartýi hjá Comic-Con.
Turner sagði söguna í spjallþættinum Late Night With Seth Meyers.
„Þetta kvöld var alveg klikkað. Það fór allt til fjandans frekar hratt,“ sagði hún.
„Ég bauð æskuvinkonu minni með og hún sá þennan leikara sem hún elskar.“ Turner sagði að hún og vinkona hennar veifuðu leikaranum.
„Seinna um kvöldið tók ég eftir því að ein kona var að horfa á mig, hún er fræg leikkona,“ sagði Turner og neitaði að gefa upp hvaða fræga stjörnupar þetta var því hún vildi ekki „lenda í vandræðum.“
„Ég var að dansa og konan sagði við mig: „Geturðu hætt að fokking daðra við unnusta minn?“ Og ég spurði: „Hver er unnusti þinn?“ Og hún benti þá á leikarann sem ég veifaði fyrr um kvöldið. Ég hafði ekki hugmynd um hvaða maður þetta væri.“
Kvöldið endaði með ósköpum. „Þau slitu trúlofuninni þetta kvöld vegna þess að ég veifaði. Ég vissi ekki að ég væri svona öflug.“