fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. ágúst 2025 13:02

Leikskólinn Múlaborg við Ármúla í Reykjavík. Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, var undir sérstöku eftirliti í starfi á síðasta ári. Frá þessu greinir RÚV í frétt fyrir stundu en ástæðan var sú að foreldri barns hafði gert athugasemdir við hegðun hans og sérkennilegt háttalag hans í kringum börn.

Hafi maðurinn til að mynda ekki mátt vera einn með börnum á meðan málið var til skoðunar.

Maðurinn var handtekinn á þriðjudag eftir að foreldri barns á leikskólanum tilkynnti meint brot til lögreglu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Samkvæmt heimildum DV hefur maðurinn starfað á Múlaborg innan við tvö ár. Hann hefur ekki áður starfað á leikskóla en vann áður í stórmarkaði. Maðurinn er tæplega 22 ára gamall, hann á íslenskan föður og erlenda móður.

Sjá einnig: Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eze fer til Tottenham

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“

„Ég mun aldrei gleyma heiftinni sem skein úr andliti hins óþekkta fulltrúa ferðaþjónustunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?

Styttist í leiðtogafundinn í Alaska – Verður samið um eftirgjöf á landi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“