fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. ágúst 2025 08:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður smyglaði sér ofan í sundlaug án þess að greiða aðgangseyri og hagaði sér furðulega gagnvart öðrum gestum, segir í dagbók lögreglu. Var manninum gert að yfirgefa sundlaugina sem hann neitaði að gera og var því handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Einnig segir frá því að óskað var aðstoðar lögreglu vegna slagsmála í miðborginni og var maður handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Hann sá sig knúinn til að hóta lögreglumönnum lífláti og var hann fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um umferðarslys í Laugardal þar sem bíl hafði verið ekið í gegnum grindverk. Ekki eru frekari upplýsingar um málið.

Umferðarslys varð í póstnúmeri 104 þar sem þrír bílar skemmdust og einn reyndist óökufær. Ekki urðu slys á fólki og var bíllinn dreginn af vettvangi. Maður sem ók framhjá þessum slysavettvangi með síma á lofti til að taka myndskeið af því sem hafði gerst var kærður fyrir að nota farsíma undir stýri.

Maður var handtekinn í miðborginni grunaður um meiri háttar líkamsárás. Var hann fluttur á lögreglustöð og hótaði hann ítrekað að drepa lögreglumenn. Var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Tilkynnt var um að bensínsprengju hefði verið kastað í vegg sem var skemmdur eftir atvikið. Málið er í rannsókn, en ekki kemur fram í dagbókinni hvar þetta átti sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“