fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Segir eldri borgara flýja Reykjavík vegna bílastæðaskorts

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. ágúst 2025 17:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Reykjavíkurborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­urður Ágúst Sig­urðsson, formaður Fé­lags eldri borg­ara í Reykjavík (FEB), segir margt eldra fólk kjósa frekar að búa í öðrum sveitarfélögum á höfuðborg­ar­svæðinu en Reykjavík til þess að það geti haft aðgang að bíla­kjall­ara og bíla­stæðum fyr­ir vini og ætt­ingja. Fólkið snúi svo jafnvel aftur til Reykjavíkur til aðhlynningar síðar á ævinni.

„Þessi flótti eldra fólks er að valda tekjutapi hjá Reykja­vík­ur­borg. Það er nógu mikið sjokk að þurfa að fara ár­lega skjálf­andi á bein­un­um til sýslu­manns til að láta end­ur­nýja öku­skír­teinið. Því fólk ótt­ast að fái það ekki end­ur­nýj­un sé verið að svipta það frjáls­ræði.

Nú er það tíska hjá borg­inni að vera með 0,7 bíla­stæði á hvern íbúa í ný­bygg­ing­um. Þannig að ef íbú­arn­ir vilja fá gesti og ætt­ingja í heim­sókn lend­ir fólkið í vanda með að fá bíla­stæði,“ seg­ir Sig­urður Ágúst í samtali við Morgunblaðið.

Sig­urður Ágúst Sig­urðsson

Sigurður Ágúst seg­ir að Reykja­vík­ur­borg muni skerða ferðaf­relsi eldra fólks ef bannað verði að hafa bíla­kjall­ara í nýj­um fjöl­býl­is­hús­um. Rakið er að arki­tekt­ar og hús­byggj­end­ur hafa í sam­töl­um við Morg­un­blaðið lýst áhyggj­um yfir því að borg­in hygg­ist tak­marka upp­bygg­ingu bíla­kjall­ara á Ártúns­höfða og í Keldna­land­inu. Bæði hverf­in eru hluti af þétt­ingu byggðar og þar gætu búið hátt í 20 þúsund manns.

Sjá má þessa þróun í nýbyggingum fjölbýlishúsa víðs vegar um borgina þar sem stæði fylgir ekki (hverri) íbúð, og jafnvel eru fá eða engin stæði í eða við húsið. Nefna má sem dæmi fyrirhugaða breytingu Laugavegar 77 í 28 íbúðir og ekkert stæði er í húsinu eða á lóð þess, Skipholt 1, fyrrum húsnæði Listaháskóla Íslands, sem búið er að breyta í 34 íbúðir, þar sem væntanlegum kaupendum er bent á að íbúar eigi rétt á íbúakorti til að leggja í nærliggjandi gjaldskyld stæði og einnig á ókeypis stæði í nágrenninu, og Heklureit með 82 íbúðum, þar sem 48 bílastæði eru í tveggja hæða bílakjallara. Húsið er fyrsti áfangi í uppbyggingu lóða á Laugavegi 168-176 og munu  Eru hér aðeins nefnd þrjú dæmi af handahófi í nágrenni blaðamanns DV.

Sigurður Ágúst segir í samtalinu við Morgunblaðið Reykjavíkurborg skerða ferðafrelsi eldra fólks með því að banna að hafa bílakjallara í fjölbýlishúsum. Margir af eldri kynslóðinni fari ekki út þegar hálka er á vegum á veturna, göngustígar séu oft ekki nálægt húsum þó borgin salti og sandi þá.

„Það get­ur verið hamlandi þegar fólk þarf til dæm­is að leita lækn­is. Það fylg­ir því ákveðið frelsi að vera á bíl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt