fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Rooney bjartsýnn og hefur trú á Amroim

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. ágúst 2025 10:22

Ruben Amorim, stjóri Manchester United.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, goðsögn Manchester United, er vongóður fyrir tímabilið á Englandi en hann hefur tjáð sig um sitt fyrrum félag.

Rooney var beðinn um að spá hvaða lið myndu enda í topp fimm á tímabilinu og skellti United í fimmta sætið.

United hafnaði í 15. sæti á síðasta tímabili og er pressan á Ruben Amorim, stjóra liðsins, ansi mikil að sögn fjölmiðla.

Rooney telur að United geti jafnvel endað ofar en í fimmta sæti en hann spáir því að Liverpool vinni titilinn. Arsenal verður í öðru sæti, Manchester City í því þriðja og svo Chelsea í því fjórða.

,,Eins og ég hef sagt þá tel ég að þeir þurfi einn til tvo til viðbótar í glugganum,“ sagði Rooney.

,,Ég get séð hvað Amorim er að gera og útlitið er betra, ég tel að þeir muni ná topp fimm. Ég vona að það gerist og það er möguleiki á að þeir endi ofar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn

KR staðfestir að Júlíus fari til Noregs – Keyptur ári eftir komu í Vesturbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að

Varpa ljósi á nýstárlega aðferð klámstjarna til að skapa tekjur – Svona fara þær að
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?