Sextíu og sex ára gömul kona hefur verið handtekin í tenglsum við lát manns eftir að illa brennt lík hans fannst inn í sendibíl í kjölfar húsbruna í Telde á Gran Canaria.
Atvikin áttu sér stað á aðfaranótt þriðjudags en um tvöleytið fékk lögregla útkall vegna bruna í íbúðarhúsnæði. Lögreglumenn sem komu fyrstir á vettvang notuðu slökkvitæki til að halda aftur af eldslogum áður en slökkvilið mætti á vettvang og náði tökum á eldinum.
Á meðan aðgerðum stóð greindu vitni lögreglu frá því að 67 ára gamall maður svæfi vanalega í sendibíl á lóðinni, en einnig var kviknað í bílnum. Því miður var maðurinn sofandi í sendibílnum og lét lífið.
Konan sem er í haldi lögreglu vegna málsins var handtekin eftir að vitni greindu frá því að hún hefði hótað því að kveikja í eigum fólks á svæðinu. Liggur hún nú undir grun um að hafa bæði kveikt í og verið valdur að dauða mannsins. Rannsókn málsins heldur áfram en hún miðar að því að fá úr því skorið hvort lát mannsins stafi af ásetningi eða gáleysi.
Sjá nánar á Canarian Weekly.