fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. ágúst 2025 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð á nýjum bílum frá Porsche og KGM, í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar undanfarna mánuði. Um er að ræða aðgerð sem felur í sér þó nokkra lækkun á endanlegu söluverði og tekur strax gildi að sögn Benedikts Eyjólfssonar, forstjóra Bílabúðar Benna.

Gengi krónunnar hefur styrkst á undanförnum mánuðum og okkur finnst mikilvægt að fyrirtæki axli ábyrgð í slíkum aðstæðum,“ segir Benedikt. ,,Með þessari verðlækkun sýnum við skýra stefnu í verðlagningu sem byggir á raunverulegum aðstæðum í efnahagsumhverfinu.“

Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert frá vori og eru nú að berast til landsins bílar sem greiddir hafa verið á nýju gengi. Bílabúð Benna flytur inn ökutæki frá Porsche og KGM og lækkar nú verð á báðum vörumerkjum í takt við breyttar forsendur. Fyrirtækið segir að um sé að ræða hluta af langtímamarkmiði þess um gagnsæi og sanngjarna verðlagningu. Verð á Porsche Macan lækkar um milljón krónur og fer verðið því úr 14.950.000 kr. í 13.950.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út