fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. ágúst 2025 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð á nýjum bílum frá Porsche og KGM, í kjölfar styrkingar íslensku krónunnar undanfarna mánuði. Um er að ræða aðgerð sem felur í sér þó nokkra lækkun á endanlegu söluverði og tekur strax gildi að sögn Benedikts Eyjólfssonar, forstjóra Bílabúðar Benna.

Gengi krónunnar hefur styrkst á undanförnum mánuðum og okkur finnst mikilvægt að fyrirtæki axli ábyrgð í slíkum aðstæðum,“ segir Benedikt. ,,Með þessari verðlækkun sýnum við skýra stefnu í verðlagningu sem byggir á raunverulegum aðstæðum í efnahagsumhverfinu.“

Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að Íslenska krónan hefur styrkst umtalsvert frá vori og eru nú að berast til landsins bílar sem greiddir hafa verið á nýju gengi. Bílabúð Benna flytur inn ökutæki frá Porsche og KGM og lækkar nú verð á báðum vörumerkjum í takt við breyttar forsendur. Fyrirtækið segir að um sé að ræða hluta af langtímamarkmiði þess um gagnsæi og sanngjarna verðlagningu. Verð á Porsche Macan lækkar um milljón krónur og fer verðið því úr 14.950.000 kr. í 13.950.000 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Í gær

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár