fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Hinsta kveðja Grindvíkinga til Stefáns – „Minning þín lifir áfram“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendir hjartnæma kveðju til Stefáns Kristjánssonar útgerðarmanns, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi þann 12. ágúst.

Stefán og eiginkona hans, Sandra Antonsdóttir, ráku útgerðarfyrirtækið Einhamar Seafood í Grindavík, sem þau stofnuðu árið 2003.  Fyrirtækið er meðal öflugustu ferskfiskframleiðenda á Íslandi.

Sjá einnig: Stefán Kristjánsson látinn

Eftir jarðhræringar og rýmingu Grindavíkur í kjölfarið í nóvember árið 2023 var Stefán meðal fremstu manna í málum Grindvíkinga og því að bærinn yrði byggður upp á ný fyrir íbúa og atvinnulíf. Eftir alvarlegt mótorhjólaslys í Kambodíu í febrúar þurfti Stefán að leggja kraft í baráttu fyrir bættri heilsu sinni. Hann var afar hætt kominn eftir slysið, en var búinn að ljúka endurhæfingu á Grensás.

Söknuður og þakklæti

Stefán studdi dyggilega við körfuknattleiksdeild UMFG og því er við hæfi að deildin minnist hans með hlýhug. Í færslu á heimasíðu deildarinnar er lýst yfir djúpum söknuði og innilegu þakklæti í garð hans:

„Með djúpum söknuði minnumst við Stefáns Kristjánssonar, útgerðarbónda og kæran vin deildarinnar. Stefán var einn traustasti styrktaraðili og bakhjarl körfuknattleiksdeildar UMFG – máttarstólpi sem stóð óhikað með liðinu, ungum iðkendum og samfélaginu í Grindavík.

Við erum honum innilega þakklát fyrir stuðning, hlýju og ómetanlega trú á starfið; slíkt skiptir sköpum í litlu samfélagi og skilur eftir sig djúp spor. Minningin um Stefán lifir í öllum þeim minningum, gleðistundum og sigrum sem hann átti þátt í að skapa.

Fyrir hönd stjórnar, leikmanna, þjálfara, og sjálfboðaliða sendum við innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Hvíl í friði kæri Stefán. Minning þín lifir áfram innan sem utan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði

Húseigandi amast við rekstri tjaldsvæðis – Segir það valda tjóni á eign og leigjendum sínum ónæði
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út