fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. ágúst 2025 12:11

Grétu Maríu Grétarsdóttir Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lágvöruverslunin Pris heldur upp á 1 árs afmæli næstkomandi sunnudag. Samkvæmt könnunum verðagseftirlits ASÍ hefur verslunin boðið lægsta verð allra matvöruverslana á landinu.

Upp úr verðlagskönnunum ASÍ hefur Pris reiknað út árlegan sparnað fjölskyldna við að gera innkaup sín í Pris í samanburði við aðrar verslanir, að gefnum tilteknum forsendum.

Pris hefur birt eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Sunnudaginn 17. ágúst nk. heldur verslunin Prís upp á 1 árs afmæli, en frá opnum hefur Prís verið ódýrust allra matvöruverslanna á landinu samkvæmt ítrekuðum mælingum Verðlagseftirlits ASÍ.   En frá því Prís kom inn á lágvöruverðsmarkaðinn fyrir ári síðan höfðu liðið rúmlega tuttugu ár síðan nýr aðili kom inn á þennan markað.

Að jafnaði hafa mælingar ASÍ síðast liðið ár sýnt að matvörur og dagvörur í Prís eru á 5-10% lægra verði en í öðrum verslunum. Það munar um það því dagvörur (mat og aðrar vörur til heimilisins) vega um 18 % af heildar neyslu heimilanna skv. Hagstofu Íslands.

Þetta þýðir að  meðalfjölskylda sem hefur verslað í Prís allt síðasta ár hefur sparað sér tugi eða hundruð þúsunda krónur á ári en það veltur á því hvar þau kusu að versla annar staðar.

Súlurnar sýna hversu dýrari matarkarfan er í öðrum verslunum en Prís og er reiknað út frá vísitölu úr vörukörfu ASÍ. Miðað er við fjölskyldu sem verslar fyrir 200 þúsund á mánuði.

En sé miðað við fjölskyldu sem eyðir 200 þúsund í mat á mánuði,  þá sparast á bilinu 54 þúsund til 653 þúsund árlega með því að versla eingöngu í Prís, en ekki í öðrum verslunum.  Fari fjölskyldan sem dæmi alltaf að versla í Krónuna kostar það fjölskylduna 81.502 krónur meira á ári en ef hún verslar alltaf í Prís, fari hún alltaf í Bónus að versla borgar hún 54.175 krónur meira á ári en ef hún verslaði alltaf í Prís.

Innkoma Prís á matvörumarkað hefur ýtt verulega undir samkeppni og þar með veitt öðrum verslunum aðhald.

,,Það er ekki sjálfsagt að ná að vera ódýrust í heilt ár á lágvöruverðsmarkaðnum en okkur hjá Prís hefur tekist það og við erum ákaflega stolt af þeim árangri. Við erum hvergi nærri hætt og þökk sé hóp dyggra viðskiptavinum okkar sem stöðugt er að fjölga sjáum við fram á að geta áfram staðið við loforð okkar að bæta hag heimilanna í landinu með því að bjóða lægsta verðið á landinu“segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.

Af þessu tilefni verður sérstök afmælishátíð í Prís alla helgina þar sem gestum verður boðið upp á afmælisköku og allskyns afmælistilboð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Í gær

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“