fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. ágúst 2025 14:30

Kári Jónasson. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri útvarps hjá RÚV og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, gerir að umræðuefni þá tilhneigingu að birta andlitsmyndir af starfsfólki í auglýsingum frá fasteignasölum.

Kára þykir auglýsingarnar hafa þannig yfirbragð að engu sé líkara en verið sé að auglýsa eitthvað allt annað en fasteignir, til dæmis krullujárn, rakspíra og tannkrem.

Kári segir í pistli í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar:

„Ég furða mig oft á auglýsingum frá fasteignasölum, þar sem meiri áhersla virðist vera að sýna andlitsmyndir af starfsfólki viðkomandi fasteignasölu en sjálfar fasteignirnar. Þetta er held ég óþekkt í öðrum atvinnugreinum.Tökum t.d. Moggann þriðjudaginn 12.ágúst. Þar er á bls. 8 mynd af tveimur karlmönnum á fasteignasölu. Við fyrstu sýn gæti þetta verið auglýsing um rakspíra eða eitthvað þ.h., en þegar betur að að gáð er annar með alskegg, svo það passar ekki, en hinn brosir fallega. Ef við svo flettum á bls. 13 þá blasir þar við 5 dálka auglýsing af fjórum konum og tveimur karlmönnum frá fasteignasölu. Þær virðst vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega en með lokaðan munn, svo þetta er ekki tannkremsauglýsing. Ekkert um fasteignir bara verið að auglýsa krullujárn og rakspíra. Hvenær megum við vænta slíkra auglýsinga frá bönkum eða tryggingfélögum, eða hvað finnst ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni