fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Fær vægan dóm fyrir að misþyrma sambýliskonu sinni með glerkertastjaka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst síðastliðinn kvað Héraðsdómur Reykjanes upp dóm yfir manni sem ákærður var fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot í nánu sambandi.

Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. febrúar 2023 veist að sambýliskonu sinni á þáverandi dvalarstað þeirra og slegið hana með krepptum hnefa í hægri kinn og í framhaldi slegið hana í aftanvert höfuð með glerkertastjaka.

Hlaut konan væga bólgu og roða á hægra kinnbeini, og mar, bólgu og 1 cm skurð á hvirfli, sem þurfti að sauma.

Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi samkvæmt ákæru og lýsti yfir iðrun.

Í læknisvottorði segir að ekki sé ástæða til að ætla að brotaþoli hafi aðrar líkamlegar afleiðingar af áverkanum en mögulegt ör í hársverðinum.

Maðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða málskostnað upp á tæplega hálfa milljón króna.

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“