fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. ágúst 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Ólason, útgefandi og framkvæmdastjóri Iceland Review, hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tilefni fréttar Heimildarinnar um útgáfuna. Heimildin vekur athygli á því að Viktor hafi  birt kynningarmyndbönd, unnin með gervigreind, sem sýni brenglaða mynd af Íslandi. „Eitt myndbandið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum en þar er Hafnarfjörður auglýstur með gervigreindarrödd sem líkir eftir David Attenborough, þul breskra náttúrulífsmynda. Teiknaður víkingur dansar að „fornum víkingasið“ við lútuleik en á skiltum í kring stendur „Vikarrfjóriður“ og „Hnkarrfjórrður“,“ segir í fréttinni.

Segir í frétt Heimildarinnar að myndböndin hafi vakið furðu netverja og vitnar þar til ummæla tónlistarmannsins Svavars Knúts á samfélagsmiðlinum Bluesky en Svavar segir: „Hvað í ChatGPT fjáranum var ég að horfa á?“

Jafnframt er vakin athygli á því Iceland Review, sem er elsti fjölmiðill landsins sem gefinn er út á ensku og hafi komið út á prenti síðan 1963, hafi hætt prentútgáfu í fyrra. Fjölmiðillinn er nú einungis í vefútgáfu. Fyrirsögn fréttar Heimildarinnar er: „Elsta blað Íslands á ensku skiptir úr prenti í gervigreind.“

Viktor segir í tilkynningu sinni að fagfólk skrifi áfram efni á vef útgáfunnar en hún nýti sér gervigreindina í markaðssetningu. Segir hann að þeir sem haldi því fram að rangt sé að prófa sig áfram með gervigreindartækni skipi sér í flokk þeirra sem haldi að internetið sé bóla. Í tilkynningunni segir meðal annars:

  • Það fer enginn úr prenti í AI, Iceland Review bar gæfa til þess að eigendur vörumerkisins á þeim tíma þegar netið fór á flug hófu að segja daglegar fréttir á ensku og þýsku, sem hefur skila vörumerkinu einu hæsta sk. Domain authority og t.a.m. sendir Google um 185.000 gesti til Icleland Review mánaðarlega. Iceland Review hefur því verið lengi á netinu en er að nýta sér AI í markaðssetningu.
  • Iceland Review mun áfram segja daglegar fréttir og fjalla um menningu, listir, mannlíf og öðru skemmtilegu sem tengist Íslandi og er eingöngu ætlað útlendingum.
  • Iceland Review er í dag orðið margmiðlunar “heimur” á 8 tungumálum sem fær yfir 2 milljónir heimsókna í hverjum mánuði og er því orðin eini íslenski valkosturinn við að auglýsa hjá Google og Meta. Auk þess hefur Iceland Review sterka og sívaxandi stöðu í Kína og er með einkasamning við Kínverska ríkissjónvarpið og vefi á þess vegum.
  • Það er rétt að Iceland Review er að nýta sér AI tæknina en ekki til skrifta, áfram er fagfólk að skrifa efni á vefinn, bæði opna hluta vefjarins og eins þann sem eingöngu er fyrir áskrifendur (að netútgáfunni þar sem m.a. má finna öll eintök tímaritsins frá upphafi; 1963)
  • AI er staðreynd og með notkun þessarar tækni má lækka kostnað verulega fyrir auglýsendur og markaðssetjendur. Jú þessu fylgja barnasjúkdómar sem sífellt þarf að laga en það á ekki að stoppa fólk við að nota og þróa.
  • Að halda öðru fram en að AI og að prófa sig áfram með þá tækni sé rangt skipa sér í flokk þeirra sem halda að Internetið sé bóla“

Hér að neðan er myndbandið um Hafnarfjörð sem Heimildin gerir að umfjöllunarefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“