Tilkynnt var til lögreglunnar í dag um yfirgefinn bíl í Hafnarfirði, fullan af bensínbrúsum. Slík tilvik hafa verið mikið í fréttum í sumar en fjölmörg mál sem snerta skipulagðan eldsneytisþjófnað hafa verið í fréttum undanfarið og eru til rannsóknar hjá lögreglu.
Greint er frá áðurnefndri tilkynningu í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að tilkynnt var um veggjakrot í miðborginni en gerendur voru farnir er lögreglu bar að.
Einnig var framið innbrot í heimahús í miðborginni en ekki eru frekari upplýsingar um það.
Brotist var inn í bíl í póstnúmeri 111 og stolið úr honum. Ekki eru frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu.