fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var til lögreglunnar í dag um yfirgefinn bíl í Hafnarfirði, fullan af bensínbrúsum. Slík tilvik hafa verið mikið í fréttum í sumar en fjölmörg mál sem snerta skipulagðan eldsneytisþjófnað hafa verið í fréttum undanfarið og eru til rannsóknar hjá lögreglu.

Greint er frá áðurnefndri tilkynningu í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að tilkynnt var um veggjakrot í miðborginni en gerendur voru farnir er lögreglu bar að.

Einnig var framið innbrot í heimahús í miðborginni en ekki eru frekari upplýsingar um það.

Brotist var inn í bíl í póstnúmeri 111 og stolið úr honum. Ekki eru frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“

Guðjón fékk slæma byltu og braut þrjú rifbein á Þingvöllum – „Aug­ljós­ar slysa­gildr­ur eru mjög víða“