fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Íslenskur faðir: „Maður upp­lif­ir þetta svo­lítið sem ein­hverja þögg­un“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. ágúst 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bú­inn að tala við marga eft­ir að ég birti þessa grein og það nota marg­ir orð eins og meðal­mennska, að það sé verið að steypa alla í sama mót, að þetta verði til þess að hvati nem­enda til að bæta sig verði minni.“

Þetta segir Bjarki Már Baxter lögmaður í viðtali í Morgunblaðinu í dag en hann skrifaði athyglisverða grein í Viðskiptablað Morgunblaðsins í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi einkunnagjöf grunnskóla. Yfirskrift greinarinnar var „B er best“ sem er vísun í orð kennara dóttur hans.

Í viðtalinu við Morgunblaðið segir hann hægara sagt en gert að fylgjast með námsárangri barna sinna eftir að tekið var upp á því að gefa einkunnir í formi bókstafa í stað tölustafa.

Hann nefnir dæmi um próf sem dóttir hans tók og fékk einkunnina B. Við skoðun á einkunnaskalanum kom í ljós að einkunnin jafngilti því að hún hefði fengið 9-15 atriði rétt á prófinu. Í gamla kerfinu hefði þessi einkunn því jafngilt einkunn á bilinu 4,5 til 7,5. „Þetta segir mér ekki neitt sem foreldri um hennar frammistöðu,“ segir hann við Morgunblaðið.

Bjarki er þeirrar skoðunar að með þessu kerfi sé erfiðara fyrir foreldra og nemendur að fylgjast með hvernig þeim gengur. Hvati nemenda til að bæta sig verði minni.

Hann bendir einnig á að Ísland sé að standa sig illa í alþjóðlegum samanburði og sama fólkið beri ábyrgð á kennslunni og hefur eftirlit með henni. „Maður upplifir þetta svolítið sem einhverja þöggun,” segir Bjarki en umfjöllunina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila