fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Pressan
Sunnudaginn 17. ágúst 2025 20:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft á maður eiginlega að fara út að ganga með hundinn? Það er háð aldri hans, tegund og hversu aktífur hann er.

Sarah Ross, dýralæknir, segir að reglulegar gönguferðir viðhaldi ekki bara líkamlegu heilbrigði hundsins, heldur veiti það honum einnig andlega örvun.

Hún segir að hvolpar hafi þörf fyrir stutta en tíða göngutúra, venjulega á tveggja til þriggja tíma fresti. Það hjálpar þeim að hennar sögn við að temja sér góðar „klósettvenjur“ og forðar „slysum“ á meðan þeir eru með litla þvagblöðru.

Hvað varðar fullorðna hunda mælir hún með þremur til fjórum göngutúrum á dag. Að minnsta kosti einn þeirra á að vera langur og innihalda bæði hreyfingu og leik.

Það skiptir líka máli hvaða tegund af hundi fólk á. „Aktívar tegundir á borð við Border Collie og Labrador þurfa meiri hreyfingu en minna aktífar tegundir á borð við bulldog,“ sagði hún og minnti einnig á að aktífir hundar þurfi meiri andlega örvun, ef þeir fái hana ekki, geti það haft óæskilega hegðun í för með sér. TAG24 skýrir frá þessu.

Gamlir hundar þurfa kannski ekki jafn margar gönguferðir en það er samt mikilvægt að halda þeim í gangi til að komast hjá stífleika í liðum og vöðvum. Ross ráðleggur fólki að laga göngutúrana að aldri og líkamlegu ástandi hundsins.

Hún leggur einnig áherslu á að göngutúrinn snúist ekki bara um hreyfingu, heldur einnig um andlegt heilbrigði. „Að leyfa hundinum að þefa og kanna umhverfið er jafn mikilvægt og sjálf hreyfingin,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað

Ef þú ferð að heiman í nokkra daga, þá skaltu skilja ryksuguna eftir á áberandi stað