fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. ágúst 2025 07:00

Putin og Dmitry Patrusev. Mynd:Kreml.ru

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er orðinn 72 ár en hann er sagður vera við góða heilsu og hafi ekki í hyggju að láta af völdum á næstunni. Innan veggja Kreml telja margir að hann muni sitja í embætti þar til hann hrekkur upp af og verður borinn kaldur út.

Norska Dagbladet fékk breska Rússlands-sérfræðinginn og rithöfundinn Mark Galeotti til að benda á þann sem teljist líklegastur til að taka við völdum af Pútín þegar sá tími kemur.

Galeotti benti í upphafi á að ákveðin mótsögn sé innan rússneska valdakerfisins því það virðist nánast útilokað að Pútín láti af völdum og þörf sé á arftaka hans en samt sem áður sé þetta svolítið sem fólk innan stjórnkerfisins hugsi stöðugt um.

Tæknilega séð er það Mikhail Mishustin, forsætisráðherra, sem tekur við forsetaembættinu ef Pútín hrekkur skyndilega upp af. Lög kveða á um þetta og einnig að boða skuli til kosninga mjög fljótlega eftir að forsetinn deyr.

Galeotti sagði að þrátt fyrir að Mishustin sé næstur í röðinni samkvæmt lögum, þá hafi hann varla í huga að taka við sem forseti til framtíðar.

Þess í stað verði að horfa á innsta hring Pútíns til að finna líklegri kandídat sem taki við til langs tíma.

Hann sagðist telja að það verði kynslóðaskipti og að yngri maður, líklega á sextugs- eða sjötugsaldri, muni taka við embættinu.

Sagði hann að þar komi Dmitry Patrusev, aðstoðarlandbúnaðarráðherra, sterklega til greina en faðir hans er Nikolai Patrusev, sem er einn af nánustu samstarfsmönnum Pútíns.

Dmitry er sagður tækifærissinni sem lætur hugmyndafræði ekki knýja sig áfram, heldur lagi sig að hinu pólitíska andrúmslofti hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum