fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 07:48

Alec Luhn fannst í gærmorgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski blaðamaðurinn Alec Luhn má teljast heppinn að vera á lífi eftir að hafa villst í óbyggðum Noregs á dögunum. Umfangsmikil leit var gerð að Luhn þegar hann skilaði sér ekki í flug til Bretlands frá Noregi á mánudag.

Luhn, sem er 38 ára, hugðist ganga á jökul í Folgefonna-þjóðgarðinum í Vestur-Noregi og lagði hann af stað frá bænum Odda þann 31. júlí síðastliðinn.

Luhn sendi eiginkonu sinni, Veroniku Silchenko, skilaboð síðdegis þann dag þar sem hann lýsti ferðaáætlun sinni, þar á meðal væntanlegri heimkomu á mánudag. Þegar hann skilaði sér ekki í flugið hafði Veronika samband við norsku lögregluna.

Það var svo í gærmorgun að Luhn fannst á lífi, kaldur og hrakinn, en að sögn viðbragðsaðila gengur það kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi.

Mail Online segir að Luhn hafi verið alvarlega meiddur á fæti eftir slys strax á fyrsta degi göngunnar. „Hann er alvarlega slasaður en ekki lífshættulega,“ segir Geir Arne Sunde, yfirmaður þyrlusjúkraflutninga á svæðinu.

Luhn var ekki með mat meðferðis til að dvelja í óbyggðum í viku og segist Stig Hope, yfirmaður aðgerðastjórnar á svæðinu, ekki muna eftir að einhver hafi fundist á lífi á svæðinu eftir að hafa gengið í gegnum álíka þrekraun.

„Því miður þá enda þessi mál ekki alltaf svona. Þetta er mikill léttir fyrir alla sem komu að leitinni,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina