Lögreglunni var samstundis tilkynnt um málið og er maðurinn nú í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa myrt mann og afhöfðað hann.
Líkið, sem höfuðið er af, fannst sólarhring áður í þröngri hliðargötu í borginni.
Metro segir að ekki sé vitað af hverju viðkomandi hafi verið myrtur og afhöfðaður en gæsluvarðhalds verður krafist yfir námsmanninum.
Hann er sagður hafa játað morðið og að hann hafi hitt fórnarlambið nokkrum klukkustundum áður en það lést.
Lögreglan segir að námsmaðurinn hafi pakkað höfðinu inn áður en hann setti það í bakpokann sinn og fór með það á sjúkrahúsið.