The Independent segir að farþegar hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar alríkislögreglumenn komu um borð í vélina og fóru inn í flugstjórnarklefann og handtóku flugmanninn.
Ástæðan fyrir handtökunni er að flugmaðurinn er grunaður um vörslu barnakláms.
Sarah Christianson, farþegi í vélinni, sagði í samtali við The San Francisco Chronicle að hópur vopnaðra lögreglumanna hafi gengið eftir vélinni að flugstjórnarklefanum og hafi handjárnað flugmanninn og fylgt honum út úr vélinni.
Hún sagði að flugstjórinn hafi sagt farþegunum að hann vissi jafn lítið um málið og þeir.