The Independent segir að tollvörðum hafi borist ábending um „mikla lykt“ frá súkkulaðikökukössunum og að hún væri ekki eins og lykt af súkkulaði ætti að vera.
Köngulærnar voru í plasthylkjum sem voru falin í kössunum.
Sendingin kom frá Víetnam og vó sjö kíló.
Talsmaður tollgæslunnar sagði að tollverðir verði reglulega hissa á innihaldi pakka sem fari um flugvöllinn en meira að segja hinir reynslumestu hafi verið steinhissa þegar þeir þeir fundu 1.500 tarantúlur í litlum plasthylkjum.
Hann sagði að um mjög óvenjulegan fund hafi verið að ræða og það sé sorglegt að sjá hvað sumt fólk geri við dýr í því skyni að hagnast.