fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

18 ára handtekinn fyrir að skrifa „uppreisnarorð“ á klósettvegg

Pressan
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 06:30

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Hong Kong handtók nýlega 18 ára pilt fyrir að hafa skrifað „uppreisnarorð“ á vegg inni á klósetti einu í borginni. Er hann sagður hafa gert þetta þrisvar sinnum og þar með hafi hann valdið skemmdum á klósettinu.

The Independent segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi skrif piltsins verið hatursfull og móðgandi í garð ríkisstjórnar Hong Kong og hafi falið í sér hvatningu til annarra um að brjóta lög er varða þjóðaröryggi.

Ef pilturinn verður sakfelldur fyrir þetta á hann allt að sjö ára fangelsi yfir höfði sér.

Lögreglan hefur varað almenning við því að brjóta umrædd lög og hefur vakið athygli á að sjö ára fangelsi geti legið við fyrsta broti á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli