fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Nú er hægt að leigja lúxushús stórstjörnunnar

Pressan
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 07:30

23 var númer Michal Jordan hjá Chicago Bulls. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú á leið til Chicago? Ef svo er, þá geturðu leigt hús körfuboltastjörnunnar Michael Jordan og eins og reikna má með þá er það enginn kofi, heldur algjör lúxusvilla.

Húsið er þó ekki lengur í eigu Jordan, honum tókst loks að selja það í desember eftir að hafa verið með það á sölu í 12 ár.

Fasteignamógúllinn John Cooper keypti húsið og greiddi 9,5 milljónir dollara fyrir það. Hann leigir húsið nú út í gegnum Airbnb að sögn The Athletic.

Húsið er númer 23, það var einmitt númer Jordan þegar hann lék með  Chicago Bulls, og þar eru sjö svefnherbergi, sautján baðherbergi, bíósalur, líkamsrækt, vindlastofa, poolborð og saltvatnsfiskabúr. Svo er auðvitað sundlaug, fiskatjörn og körfuboltavöllur.

Leigutakar verða að skrifa undir þagmælskuákvæði og greiða tryggingu upp á sem nemur 3,2 milljónir króna.

Þá má ekki halda partý eða viðburði í húsinu og hámarksgestafjöldi er tólf. Það er óheimilt að vera með gæludýr þar.

Lágmarksdvöl er sjö nætur og kostar hún litlar 15,5 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir

Kynlífssenan í þáttaröð Netflix sem áhorfendur eru gjörsamlega orðlausir yfir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“