fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Eyjan
Laugardaginn 2. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk hafa snúið baki við því eðlilega viðhorfi að atkvæðagreiðslur séu heppileg leið til að leiða deilumál til lykta. Jafnframt hafi þessir tveir grónu flokkar fært Miðflokknum í forystuhlutverkið í stjórnarandstöðu. Sigmar segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag:

„Það er óneit­an­lega sér­stakt hversu mik­il orka fer stund­um í að ræða sjálf­sagða hluti hér á Íslandi. Íslend­ing­ar eru til að mynda al­mennt sam­mála um að lýðræði sé heppi­legt fyr­ir­komu­lag. Að það sé gáfu­legt að leiða deilu­mál til lykta með at­kvæðagreiðslu. Í því felst að við virðum það við hvert annað að vera ósam­mála en jafn­framt að á end­an­um ráði meiri­hlut­inn. Þetta fannst Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokkn­um mjög eðli­legt á síðasta kjör­tíma­bili þegar flokk­arn­ir voru í meiri­hluta. En í stjórn­ar­and­stöðu vefst þetta lög­mál fyr­ir þeim og það verður að sér­stöku bar­áttu­máli að koma í veg fyr­ir at­kvæðagreiðslur á Alþingi með enda­lausu málþófi. Líkt og við sáum á síðasta þingi. Senni­lega er þetta bein af­leiðing þess að flokk­arn­ir tveir hafa af­hent Miðflokkn­um for­ystu­hlut­verkið í stjórn­ar­and­stöðu. Sá flokk­ur festi sig auðvitað mjög í sessi á sín­um tíma með Íslands­meti í málþófi um þriðja orkupakk­ann. Sem var slegið fyrr í sum­ar með „glæsi­brag“.“

Sigmar segir að eftir þessa sneypuför sem málþófið var hafi flokkarnir fundið sér nýtt baráttumál. Það sé barátta gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB: „Það kem­ur skýrt fram í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að þjóðar­at­kvæðagreiðsla um fram­hald viðræðna um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu fari fram eigi síðar en árið 2027. Nú er reynt að þyrla upp allskyns moldviðri í því skyni að grafa und­an þess­um áform­um. Reynt er að halda því fram að um­sókn­in hafi verið dreg­in til baka þegar aug­ljóst er að það var ekki gert. Loðið og illa orðað sendi­bréf frá fram­kvæmda­vald­inu til Brus­sel í skjóli næt­ur get­ur auðvitað ekki núllað út vilja Alþing­is sem samþykkti í at­kvæðagreiðslu að sækja um aðild. Enda lít­ur ESB svo á að um­sókn­in sé í gildi og morg­un­ljóst á þeim gögn­um sem birst hafa síðustu vik­ur að rík­is­stjórn­inni sem póstlagði bréfið á sín­um tíma var ræki­lega bent á að ef slíta ætti viðræðunum þá þyrfti að gera það á sama vett­vangi og þær hóf­ust. Á Alþingi Íslend­inga.“

Sigmar bendir á að þjóðin muni ráða för í ESB-málinu. Hún muni greiða atkvæði um hvort halda eigi viðræðum áfram og aftur um aðildarsamninginn sjálfan ef af honum verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“