fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Pressan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 19:30

Líkklæði Jesús í Tórínó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkklæði Jesús í Tórínóborg gæti verið meistaralegt listaverk en ekki raunverulegt „afrit“ af líki frelsarans. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem birt var í tímaritinu Archaeometry í vikunni.

Tórínólíkklæðið er 4,4 metra langt og rúmlega einn metri á breidd og og á því má greina daufa mynd af manni. Kristnir pílagrímar hafa um aldir ferðast til ítölsku borgarinna til að dást að líninu, sem margir telja hafa umvafið líkama Jesú eftir krossfestinguna fyrir um 2.000 árum.

En samkvæmt Cicero Moraes, brasilískum 3D-hönnuði og sérfræðingi í andlitsendurbyggingu, er myndin á líninu miklu líkari afriti af einhverskonar skúlptúr frekar en raunverulegum líkam

„Myndin á líninu passar miklu betur við form lágmyndaskúlptúrs en raunverulegs líkama,“ segir Moraes sem nýtti stafrænt hermilíkan til að láta tau falla yfir bæði líkama sem og lágmynd.

Samanburðurinn sýndi að þegar klæði var lagt yfir líkamslaga líkanið myndaðist útþanið og brenglað mynstur. Þegar klæði var látið hvíla yfir lágmynd myndaðist hins vegar mynd sem líktist Torínulíninu verulega.

Moraes bendir einnig á svonefnd „Agamemnon-grímu-áhrif“, þar sem tilraunir til að ná mynd úr þrívíðu yfirborði – til dæmis andliti – yfir á flatan flöt valda skekkjum og útþenslu. Því telur hann ólíklegt að myndin á líninu hafi myndast við að vefja það raunverulega líkama.

Tórínó-líkklæðið kom fyrst fyrir í skriflegum heimildum á 14. öld og heyrðust þá þegar raddir um að um fölsun væri að ræða. Kolefnisgreining frá 1989 benti eindregið í þá átt til að línið sé frá árabilinu 1260 til 1390 – rúmlega þúsund árum eftir dauða Jesú.

„Líklegasta skýringin er að þetta hafi verið lágmynd úr tré, steini eða málmi, sem hafi annað hvort verið litað eða hitað á yfirborði – þannig að aðeins snertipunktarnir við klæðið mynduðu mynstrið sem sést,“ segir Moraes í samtali við Live Science.

Þrátt fyrir að ýmsar rannsóknir hafi áður bent til þess að línið sé í raun falsað þá hefur sérstök rannsóknarmiðstöð Tórínó-klæðisins harðlega gagnrýnt þær og stutt kenningar um upprunann frá fyrstu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum

Skurðlæknir kallaður „Hugrakkasti Bretinn“er í slæmum málum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“