fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Pressan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 08:00

Frá Marokkó. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 25 árum var enginn afrískur milljarðamæringur til. Í dag eru þeir 23 og mikill auður þeirra varð nýlega til þess að Oxfam-samtökin bentu á vandann við þetta.

Í nýrri skýrslu samtakanna kemur fram að fjórir ríkustu Afríkubúarnir eigi 57,4 milljarða dollara. Þetta er jafn mikið og auður 750 milljóna Afríkubúa en það er helmingur íbúa álfunnar.

Ef auður þessara fjögurra milljarðamæringa er lagður saman, dugir hann aðeins til að tryggja þeim 29. sætið á lista Forbes yfir ríkasta fólk heims. En auður þeirra segir samt sem áður sögu um þróun, sem er mikið áhyggjuefni að mati Oxfam. Samtökin berjast gegn fátækt og ójöfnuði.

„Það skortir ekkert á auð í Afríku. Hann er sogaður á brott af spilltu kerfi sem leyfir fámennri elítu að safna gríðarlegum auði,“ segir Fati N‘Zi-Hassane, yfirmaður Oxfam í Afríku, í fréttatilkynningu.

Ríkasti maður álfunnar er Nígeríumaðurinn Aliko Dangote, sem er oft kallaður „sementskóngurinn“. Hann hefur auðgast á sementi og sykri. Auður hans er meiri en verg þjóðarframleiðsla 30 Afríkuríkja.

Þróunin hefur verið hröð. Um aldamótin var enginn afrískur milljarðamæringur til en í dag eru þeir 23. Á síðustu fimm árum hefur auður þeirra aukist um rúmlega 50%.

Á sama tíma og auður þeirra hefur vaxið hefur fátæktin ekki látið undan síga í álfunni. 1990 var einn af hverjum tíu af allra fátækasta fólki heimsins frá Afríku. Í dag eru sjö af hverju tíu í þessum hópi frá Afríku.

Oxfam segir að skattkerfi margra Afríkuríkja hafi algjörlega brugðist og það hafi komið sér vel fyrir hina ofurríku en illa fyrir þá fátæku.

Fati N‘Zi-Hassane segir að þetta séu stór pólitísk mistök sem hefði verið hægt að forðast. Hún segir einnig að þessi mikli ójöfnuður, sem fer sífellt vaxandi, hamli lýðræðisþróun í Afríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt