Morðrannsókn er hafin í Leeds á andláti þriggja ára stúlkubarns.
Metro greinir frá.
Lögregla kom að litlu stúlkunni látinni á heimili hennar í Austhorpe Court í Leeds í gær. Kona hefur verið handtekin vegna málsins, grunuð um morð. Var hún flutt á sjúkrahús og ástand hennar er stöðugt að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
Lögregla segist hafa fengið tilkynningu í gær um að ungt barn væri í hættu og óku lögreglumenn og sjúkralið með hraði á vettvang. Síðan segir í tilkynningu:
„Því miður þá fundu viðbragðsaðilar lík þriggja ára stúlku er þeir fóru að heimili í Austhorpe Court, Leeds, í gær.“ Segir síðan að kona á heimilinu hafi verið flutt á sjúkrahús þar sem hún þurfti bráðaþjónustu. Konan hafi jafnframt verið handtekin, grunuð um morð.
„Við lítum á þetta sem einangrað tilvik og leitum ekki að neinu öðrum í sambandi við það,“ segir ennfremur í tilkynningunni.