fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Pressan
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona nokkur komst að framhjáhaldi eiginmannsins með nokkuð sérstökum hætti, en það var baðvigtin sem kom upp um svik hans meðan eiginkonan var í burtu og eiginmaðurinn átti að vera einn heima í íbúðinni.

„Ég athugaði minni stafrænu vigtarinnar af forvitni og hún sýndi tvær „óúthlutaðar“ vigtanir á nákvæmlega 60 kg, skráðar klukkan 00:25 og 00:26,“ skrifaði konan í færslu á Reddit. „Ég er alls ekki 60 kg og hvað þá maðurinn minn, og ég var ekki heima þennan dag, heldur maðurinn minn sem átti að vera einn heima.“

Á þessum degi höfðu hjónin flutt sundur um tíma vegna fyrra framhjáhalds eiginmannsins en þau höfðu samþykkt að hitta ekki aðra einstaklinga á meðan þau væru að vinna í sjálfu sér og vonandi hjónabandinu í kjölfarið.

„Markmiðið var að vinna í okkur sjálfum til að byggja upp betri grunn og við samþykktum að hitta ekki annað fólk,“ útskýrði konan betur. 

Eins og jafnan þegar spurningar eru lagðar fram fyrir netverja héldu þeir skoðun sinni ekki fyrir sjálfa sig.

„Ráð, ekki segja honum að þú vitir að það var kona þarna. Hafðu samband við lögfræðinga til að gera áætlun,“ ráðlagði einn.

„Þetta eru tvær vigtanir í röð. Þetta er frekar einfalt. Hann hefur ákveðið að halda sínu lífi áfram  og er þegar farinn að hitta aðrar konur. Það er engin þörf á að hugsa of mikið um þetta.“

„Þetta er staðfestingin sem þú þarft, ekki spá meira í þessu fífli og skipuleggðu nýja lífið þitt. Ekki sóa meiri orku í hvað hann gæti verið að gera eða með hverjum.“ 

Einn netverji hrósaði stafrænu rannsóknarvinnunni: „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi. Karlar vanmeta innsæi okkar. Þegar þú hittir hann mun hann líklega reyna að mála þig sem brjálaða eða með ofsóknaræði. Þú ert hvorugt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drama á skemmtiferðaskipi – Stakk skipsfélaga sinn og stökk í sjóinn

Drama á skemmtiferðaskipi – Stakk skipsfélaga sinn og stökk í sjóinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir játar að hafa banað tveggja ára dóttur sinni sem fannst í tjörn

Móðir játar að hafa banað tveggja ára dóttur sinni sem fannst í tjörn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitin að morðingja í Devil’s Den hert – Sex tímar liðu þar til almenningur var varaður við

Leitin að morðingja í Devil’s Den hert – Sex tímar liðu þar til almenningur var varaður við