Eiginkona nokkur komst að framhjáhaldi eiginmannsins með nokkuð sérstökum hætti, en það var baðvigtin sem kom upp um svik hans meðan eiginkonan var í burtu og eiginmaðurinn átti að vera einn heima í íbúðinni.
„Ég athugaði minni stafrænu vigtarinnar af forvitni og hún sýndi tvær „óúthlutaðar“ vigtanir á nákvæmlega 60 kg, skráðar klukkan 00:25 og 00:26,“ skrifaði konan í færslu á Reddit. „Ég er alls ekki 60 kg og hvað þá maðurinn minn, og ég var ekki heima þennan dag, heldur maðurinn minn sem átti að vera einn heima.“
Á þessum degi höfðu hjónin flutt sundur um tíma vegna fyrra framhjáhalds eiginmannsins en þau höfðu samþykkt að hitta ekki aðra einstaklinga á meðan þau væru að vinna í sjálfu sér og vonandi hjónabandinu í kjölfarið.
„Markmiðið var að vinna í okkur sjálfum til að byggja upp betri grunn og við samþykktum að hitta ekki annað fólk,“ útskýrði konan betur.
Eins og jafnan þegar spurningar eru lagðar fram fyrir netverja héldu þeir skoðun sinni ekki fyrir sjálfa sig.
„Ráð, ekki segja honum að þú vitir að það var kona þarna. Hafðu samband við lögfræðinga til að gera áætlun,“ ráðlagði einn.
„Þetta eru tvær vigtanir í röð. Þetta er frekar einfalt. Hann hefur ákveðið að halda sínu lífi áfram og er þegar farinn að hitta aðrar konur. Það er engin þörf á að hugsa of mikið um þetta.“
„Þetta er staðfestingin sem þú þarft, ekki spá meira í þessu fífli og skipuleggðu nýja lífið þitt. Ekki sóa meiri orku í hvað hann gæti verið að gera eða með hverjum.“
Einn netverji hrósaði stafrænu rannsóknarvinnunni: „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi. Karlar vanmeta innsæi okkar. Þegar þú hittir hann mun hann líklega reyna að mála þig sem brjálaða eða með ofsóknaræði. Þú ert hvorugt.“