fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 08:00

Sært barna á Gasa. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprengjuárásir, hryllilegar upplifanir, dáið fólk, illa særð börn og örvæntingarfullar fjölskyldur. Þetta er það sem börnin á Gasa búa við og eru þau farin að óska þess að þau deyi.

Þetta sagði Rachael Cummings, yfirmaður mannúðaraðstoðar Red Barnet samtakanna á Gasa, í samtali við Ekstra Bladet.

Hún er við störf í Gasa en hún hefur starfað við hjálparstörf í um 20 ár. Hún hefur upplifað mikið á þessum 20 árum. Meðal annars verið í Úkraínu, Banglades og Mósambík. En hún sagði að ekkert jafnist á við þann hrylling sem hún hefur upplifað á Gasa:  „Ég hef unnið víða en þetta er á allt öðru stigi. Aðstæðurnar, sérstaklega fyrir börn, eru gjörsamlega skelfilegar. Daglega hugsa ég með mér að þetta geti ekki orðið verra en á hverjum degi versnar ástandið.

Hún sagði að mestu breytinguna á ástandinu á Gasa upplifi hún í tengslum við eitt af því sem Red Barnet standa fyrir, fyrir börn. Þetta kallast „Óskaskýið“.

Börnin skrifa þá eina ósk sem þau eiga sér. Rachael sagði að börn á Vesturlöndum óski sér venjulega efnislegra hluta á borð við tölvu eða gæludýr en börn á hamfara- og stríðssvæðum óski sér yfirleitt hreins vatns og matar eða að geta farið aftur í skólann.

Hún sagði að það geri börnin á Gasa líka en að undanförnu hafi orðið breyting á, skelfileg breyting. Þau eru byrjuð að óska þess að þau komist í Paradís eða upp í himininn þar sem pabbi þeirra eða mamma eru kannski. Þau viti að á himninum eða Paradís sé matur og vatn. „Þau glíma einnig við sjálfsvígshugsanir og þetta er ekki bara hjá einu eða tveimur börnum. Við höfum mjög miklar áhyggjur af mörgum börnum núna,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst

Segir hollt fyrir samfélagið að eldgamla bankaránsmálið hafi verið upplýst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur